STRÖNDIN

Heyri heiðina kólna, finn hún leitar á mig.
Yfir slétturnar á mig kallar kuldinn, komdu heim.
Í hringi snýrð mér áfram til þín steina ég ber,
með tár í blindum augum kyssi ég þig.
 

Ég kem aldrei aftur, en höldum áfram saman nú. 
höldum áfram saman nú. 
voðaskot mun sækja mig, það dreymir til mín,
með slætti það mig heggur í helgu vatni nú ég frýs.
bergmálaðu sláttinn aftur, berðu hann á mig og faðmaðu mig fastar, oftar
því mig verkjar enn.

Ég kem aldrei aftur, en höldum áfram saman nú. 
Höldum áfram saman nú. 

 

 

BLÓÐBERG

Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum
á meðan sólin gyllir hrygginn minn kem ég við fossa.
kyngdu öllum kristöllunum sem ég fæddi fyrir þig, 
ekki skekkja skarpar snertingar nú þig úr beina.
Það heyrist heitt þungt hljóð.

Drekk úr þér blóð og kyrja orð til þín, um alla töfrana í þér
því það sem engin veit og enginn sér er að þú vekur upp öll dýrin inní mér.

Ég kyssi grjót og brýni tennurnar á þeim sem þykjast ekki sjá.

Drekk úr þér blóð og kyrja orð til þín, um alla töfrana í þér
því það sem engin veit og enginn sér er að þú vekur upp öll dýrin inní mér.

 

 

TIL MÍN

Lá Lá ólíkt þér, yfir líkama minn þú syndir, 
lágt lágt við læðust um en hugurinn minn hann segir, 
við komust ekki hátt hátt ef við flækjumst inn undir skinni 
en ég vil gæta og passa þig þó að endirinn sé eftir andartak.

Skýr og skorinort ég er, þú heyrir allt sem ég sagði aldrei, búðu um líkama þinn eins og hann sé minn. 

Ætli heyrist í mér? já, kannski ef sjórinn er kyrr með þér.

Skýr og skorinort ég er, þú heyrir allt sem ég sagði aldrei, búðu um heiminn minn og ég verð þín.

Skýr og skorinort ég verð, mun grípa um eyru þín um leið, 
um leið og ég sé að þú villtir mig.

Ég finn lyktina af þér.

 

 

SALT

Límdu mig við þennan bekk hér,
lofaðu að hindra leið mína heim.
Sjáðu svart malbikið, það bráðnar,
mínir fætur þeir brenna. 

Saman við slökkvum skær götu ljósin. 
Nú loks ég get drepið tímann
Á herðum mér nóttin hún malar,
lofar að myrkrið þreyti mínar þrár

Stráðu á mig salti.

Þráin hún þrútnar 
er dimman þig gleypir.
Nú hvílubrögðum ég beiti.
Skæra birtan heggur okkur í bakið,
hún endurtók mig til baka.

Til baka.

Segðu sólinni að setjast aftur
og bjóddu næturhjörðinni inn til mín.

Stráðu á mig salti.
 

 

ÞAU SVÆFA

Þær dynja hátt, ungar drunur, þær dynja hátt. þeir svæfa þær fljótt,
þeir sem höfin eiga. 

Ég skríð í land úr syfjuðum sjónum ég kveiki bál sem vekur upp heima
 

 

Róðu með mig út á haf því jörðin svíður.
Dreymdu mig í kaf og búum þar, við verðum þar. 
ró, ró, ró með mig út og færðu mér þinn fjólublæ
sæ, sæ, sæ sæktu ró og fuglinn hló við drukkum sjó og burt hann fló.

Róðu mér út á haf því jörðin svíður. 
Bað þig að renna í bað ég blóðug var.
 

 

GLÆÐUR

Góðu söltin mín sulla ég á þitt andlit.
Strýk af enni glóð, ó þitt óða blóð.

O-o o-o færðu mér þinn andardrátt
O-o o-o herra, gef mér hefndarmátt

Óða glóðin sver að smita hitann 
Hún brennir á mig stað, stað sem vorum við.

O-o o-o færðu mér þinn andardrátt

O-o o-o herra, gef mér hefndarmátt

Í rúmi borgin dvín, nú get ég svikið þig heitan.
Með glæðu aftan að þér ég brenn og salta ára áranna 
 

 

TUNGAN

Passaðu glerunginn minn, hann flagnar brátt af. 
Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar. 
Því ég hef sungið of lengi án þess að segja, að hún hefur umvafið sig 
inn í mig og ég finn ekkert annað.